Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   fim 18. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
,,Væri geggjað að taka þátt í því''
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á sunnudag var tilkynnt að Guðmann Þórisson væri genginn í raðir Kórdrengja. Guðmann er 34 ára miðvörður sem leikið hefur með FH síðustu ár.

Guðmann heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í gær og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Guðmann yfirgefur FH - „Auðvitað er ég mjög ósáttur" (22. sept)

„Ég er búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár, segja þeir. Ég hef mikið spjallað við Davíð undanfarin tvö ár og hann hefur sýnt mér mjög mikinn áhuga. Núna var ég orðinn samningslaus og þeir hringdu í mig stuttu eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá FH. Viðræðurnar gengu vel," sagði Guðmann.

„Já, ég fór í viðræður við fleiri lið en þau voru nú ekki mörg. Ég fékk áhuga hér og þar og sumt sem ég stoppaði í fæðingu. Ef ég segi alveg eins og er þá var ekkert rosalega mikið í gangi þannig."

Guðmann var orðaður við Kórdrengi eftir tímabilið 2020 en ekkert varð úr því að hann færi þá.

Hefuru verið nálægt því að fara í Kórdrengi áður?

„Kannski ekki nálægt því en þegar leið á síðasta tímabil þá talaði Davíð við mig og sýndi áhuga. Ég er búinn að vera heill síðustu ár og mér fannst ég geta spilað í efstu deild og því varð ekkert meira úr því."

Ertu að sjá þetta sem svipað ævintýri og þegar þú fórst í 1. deildina og spilaðir með KA?

„Auðvitað vonar maður það. Ég er reynslumikill leikmaður, hef unnið titla og verið í 1. deildinni tvisvar áður og í bæði skiptin farið upp. Ég vona að ég geti miðlað minni reynslu og ég held að það sé skýrt markmið hjá Kórdrengjum að fara upp. Það væri geggjað að taka þátt í því."

Guðmann ræddi um viðskilnaðinn við FH og um Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja. Að lokum var Guðmann spurður út í atvik í sumar þegar honum og Herði Ingi Gunnarssyni lenti saman.

Viðtalið við Guðmann má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner