Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 18. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
,,Væri geggjað að taka þátt í því''
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á sunnudag var tilkynnt að Guðmann Þórisson væri genginn í raðir Kórdrengja. Guðmann er 34 ára miðvörður sem leikið hefur með FH síðustu ár.

Guðmann heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í gær og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Guðmann yfirgefur FH - „Auðvitað er ég mjög ósáttur" (22. sept)

„Ég er búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár, segja þeir. Ég hef mikið spjallað við Davíð undanfarin tvö ár og hann hefur sýnt mér mjög mikinn áhuga. Núna var ég orðinn samningslaus og þeir hringdu í mig stuttu eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá FH. Viðræðurnar gengu vel," sagði Guðmann.

„Já, ég fór í viðræður við fleiri lið en þau voru nú ekki mörg. Ég fékk áhuga hér og þar og sumt sem ég stoppaði í fæðingu. Ef ég segi alveg eins og er þá var ekkert rosalega mikið í gangi þannig."

Guðmann var orðaður við Kórdrengi eftir tímabilið 2020 en ekkert varð úr því að hann færi þá.

Hefuru verið nálægt því að fara í Kórdrengi áður?

„Kannski ekki nálægt því en þegar leið á síðasta tímabil þá talaði Davíð við mig og sýndi áhuga. Ég er búinn að vera heill síðustu ár og mér fannst ég geta spilað í efstu deild og því varð ekkert meira úr því."

Ertu að sjá þetta sem svipað ævintýri og þegar þú fórst í 1. deildina og spilaðir með KA?

„Auðvitað vonar maður það. Ég er reynslumikill leikmaður, hef unnið titla og verið í 1. deildinni tvisvar áður og í bæði skiptin farið upp. Ég vona að ég geti miðlað minni reynslu og ég held að það sé skýrt markmið hjá Kórdrengjum að fara upp. Það væri geggjað að taka þátt í því."

Guðmann ræddi um viðskilnaðinn við FH og um Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja. Að lokum var Guðmann spurður út í atvik í sumar þegar honum og Herði Ingi Gunnarssyni lenti saman.

Viðtalið við Guðmann má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner