Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 18. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
,,Væri geggjað að taka þátt í því''
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á sunnudag var tilkynnt að Guðmann Þórisson væri genginn í raðir Kórdrengja. Guðmann er 34 ára miðvörður sem leikið hefur með FH síðustu ár.

Guðmann heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í gær og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Guðmann yfirgefur FH - „Auðvitað er ég mjög ósáttur" (22. sept)

„Ég er búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár, segja þeir. Ég hef mikið spjallað við Davíð undanfarin tvö ár og hann hefur sýnt mér mjög mikinn áhuga. Núna var ég orðinn samningslaus og þeir hringdu í mig stuttu eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá FH. Viðræðurnar gengu vel," sagði Guðmann.

„Já, ég fór í viðræður við fleiri lið en þau voru nú ekki mörg. Ég fékk áhuga hér og þar og sumt sem ég stoppaði í fæðingu. Ef ég segi alveg eins og er þá var ekkert rosalega mikið í gangi þannig."

Guðmann var orðaður við Kórdrengi eftir tímabilið 2020 en ekkert varð úr því að hann færi þá.

Hefuru verið nálægt því að fara í Kórdrengi áður?

„Kannski ekki nálægt því en þegar leið á síðasta tímabil þá talaði Davíð við mig og sýndi áhuga. Ég er búinn að vera heill síðustu ár og mér fannst ég geta spilað í efstu deild og því varð ekkert meira úr því."

Ertu að sjá þetta sem svipað ævintýri og þegar þú fórst í 1. deildina og spilaðir með KA?

„Auðvitað vonar maður það. Ég er reynslumikill leikmaður, hef unnið titla og verið í 1. deildinni tvisvar áður og í bæði skiptin farið upp. Ég vona að ég geti miðlað minni reynslu og ég held að það sé skýrt markmið hjá Kórdrengjum að fara upp. Það væri geggjað að taka þátt í því."

Guðmann ræddi um viðskilnaðinn við FH og um Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja. Að lokum var Guðmann spurður út í atvik í sumar þegar honum og Herði Ingi Gunnarssyni lenti saman.

Viðtalið við Guðmann má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner