Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 18. nóvember 2022 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Gísli Laxdal á reynslu hjá Norrköping
Gísli Laxdal
Gísli Laxdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson mun æfa með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping næstu vikuna en þetta kemur fram í tilkynningu ÍA í dag.

Gísli, sem er 21 árs gamall, er uppalinn Skagamaður og hefur verið lykilmaður í meistaraflokki liðsins síðustu þrjú tímabil.

Hann skoraði átta mörk í deild- og bikar á þessu tímabili er ÍA féll niður í Lengjudeildina.

Gísli hélt út til Svíþjóðar í dag og mun æfa með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping næstu vikuna.

Samband Norrköping og ÍA er afar gott en í dag spila tveir Skagamenn með liðinu, þeir Arnór Sigurðsson og Oliver Stefánsson.
Athugasemdir
banner
banner