Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   þri 18. nóvember 2025 12:51
Kári Snorrason
Árni Snær áfram hjá Stjörnunni (Staðfest)
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Árni Snær Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna út næsta tímabil. Árni, sem er fæddur 1991, var samningslaus eftir tímabilið.

Nokkur óvissa var með framtíð Árna en mörg félög úr Bestu deildinni höfðu áhuga á því að fá Árna í sínar raðir. Meðal liða sem voru nefnd eru: Víkingur, KR, ÍA og FH. 


Hann gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2023 og segir í tilkynningu Stjörnunnar að hann eigi 96 leiki að baki fyrir félagið.

Árni átti gott tímabil í Bestu deildinni í sumar en samkvæmt WyScout fékk hann flest skot á sig af markmönnum deildarinnar og varði flest.


Athugasemdir
banner
banner