Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. janúar 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland: Ég kom hingað til að skora mörk
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund borgaði 20 milljónir evra fyrir norska ungstirnið Erling Braut Haaland og spilaði hann sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið í gær.

Hjá Salzburg skoraði hinn 19 ára gamli Haaland 28 mörk í 22 leikjum fyrir áramót og hélt hann uppteknum hætti hjá Dortmund.

Haaland kom inn af bekknum á 56. mínútu, á útivelli gegn Augsburg í stöðunni 3-1. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur að skora, með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho.

Sancho jafnaði leikinn skömmu síðar og skoraði Haaland sitt annað mark á 70. mínútu. Thorgan Hazard var ekki langt frá því að geta labbað með knöttinn í netið en ákvað að gefa á Haaland sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi fyrir galopnu marki.

Níu mínútum síðar fullkomnaði Haaland þrennuna sína eftir stungusendingu frá Marco Reus. Haaland var með nokkra varnarmenn í sér en náði samt að klára með marki.

Haaland var tekinn í viðtal að leikslokum og spurður út í tilfinningarnar eftir þessa ótrúlegu frumraun með Dortmund.

„Ég er frekar rólegur bara, ég veit ekki hvers vegna. Ég er hjá stórkostlegu félagi, með frábæra liðsfélaga og gott fólk í kringum mig. Ég kom hingað til að skora mörk og þetta er góð byrjun," sagði Haaland að leikslokum.

Mörk Haaland skiluðu mikilvægum stigum fyrir Dortmund í toppbaráttunni. Liðið er sjö stigum á eftir toppliði Leipzig og má helst ekki misstíga sig meira til að eiga möguleika á titlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner