Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 19. janúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Hege Riise tekur tímabundið við enska landsliðinu (Staðfest)
Hege Riise.
Hege Riise.
Mynd: Getty Images
Hin norska Hege Riise hefur tekið tímabundið við enska kvennalandsliðinu eftir að Phil Neville lét af störfum í gær.

Neville hætti til að taka við Inter Miami í MLS-deildinni.

Hin 51 árs gamla Riise spilaði á sínum tíma 188 landsleiki fyrir Noreg en hún hefur verið í þjálfarateymi bandaríska kvennalandsliðsins.

Riise á að stýra enska landsliðinu þar til í september en þá mun Sarina Wiegman, þjálfari hollenska landsliðsins, taka við starfinu.

Riise mun meðal annars stýra enska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tokyo.
Athugasemdir
banner
banner
banner