Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. janúar 2021 12:00
Enski boltinn
Hvenær snýr Van Dijk aftur?
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk hefur verið sárt saknað í vörn Liverpool síðan hann meiddist á hné gegn Everton í október. Van Dijk er í endurhæfingu þessa dagana og um helgina birti hann myndband af sér að halda bolta á lofti.

Í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær var rætt um mögulega endurkomu Van Dijk á þessu tímabili.

„Ég gæti jafnvel trúað því að hann verði kominn í hópinn fyrir mars. Það er tæplega einn og hálfur mánuður í mars og það getur margt gerst fram að því," sagði Rikki G í þættinum.

„Maður hefur oft haft það á tilfinningunni að hann sé ómennskur. Við erum með Henderson og Fabinho sem geta aðlagast því að spila miðvörð en það væri allt annað ef Van Dijk væri í vörninni og annar hvor þeirra á miðjusvæðinu," sagði Hrafn Kristjánsson.

„Mér þykir svo vænt um hann og hann er svo verðmætur að hann má ekki fara of snemma af stað. Það hlýtur að vera einhver stór ástæða bakvið það að Liverpool hefur ekki ennþá keypt miðvörð. Það vantar hraðan miðvörð til að geta fært miðjumenn inn á miðjuna og geta spilað aftur þann leik sem Liverpool vill spila," sagði Hrafn.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.

Enski boltinn - Liverpool getur ekki skorað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner