Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. janúar 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mál Alvaro í ákveðnum farvegi - „Fleiri sem þurfa að stíga upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo hefur verið algjör lykilmaður í liði Þórsara og skorað flest mörk liðsins síðustu ár, það má segja að sóknarleikur Þórs hefur snúist um hann. Samningur hans við Þór rann út eftir liðið tímabil og óvíst hvort spænski framherjinn verði áfram í Þorpinu. Hann hefur verið orðaður við önnur félög á Íslandi.

„Alvaro er algjör gæðaleikmaður í þessa deild. Hann er ekki farinn frá okkur en þau mál eru í ákveðnum farvegi. Það er alveg inn í myndinni (að hann verði áfram)," sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Viðtalið má hlusta á hér neðst í fréttinni og hefst spjallið við Orra á 43. mínútu.

Sjá einnig:
„Erum að koma upp með kynslóðir leikmanna sem eru bara drullugóðir í fótbolta"

„Það eru fleiri leikmenn í kringum hann sem þurfa að stíga upp. Ég held ég sé að tala réttu máli að fyrir utan okkar tvo markahæstu, Alvaro og Jóhann Helga, þá hafi þriðji markahæsti maðurinn verið einungis með tvö eða þrjú mörk. Það er bara alltof lítið. Það eru klárlega miklu fleiri mörk í fleiri leikmönnum," sagði Orri.
Útvarpsþátturinn - Stórleikurinn, Rooney og íslenski
Athugasemdir
banner
banner