Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi leikmaður Nottingham Forest, hefur sagt frá því að hann hafi leitað í áfengi þegar hann átti í erfiðleikum hjá United.
Lingard segir að álagið og pressan, neikvæð köll frá stuðningsmönnum og þunglyndi móður hans hafi tæmt ástríðu hans fyrir fótboltanum tímabilið 2019-20.
Lingard segir að álagið og pressan, neikvæð köll frá stuðningsmönnum og þunglyndi móður hans hafi tæmt ástríðu hans fyrir fótboltanum tímabilið 2019-20.
„Ég fékk mér áfengi fyrir svefninn. Þegar ég hugsa til baka núna þá skil ég ekki hvað ég var að gera. En ég þurfti eitthvað til að reyna að fjarlægja sársaukann," segir Lingard í hlaðvarpsviðtali við The Diary Of A CEO.
„Ég var reyna að gleyma því sem var í gangi. En þetta gerði allt tíu sinnum vera. Ég var enn að reyna að vera ég sjálfur... var að skjóta á aðra og grínast, en auðvitað hafði þetta áhrif á mig."
Móðir hans, Kirsty, hefur glímt við þunglyndi og var lögð inn á sjúkrahús í meðferð árið 2019. Lingard sá þá um yngri systkini sín, bróðir sinn Jasper sem var þá 15 ára og systur sína Daisy-Boo sem þá var ellefu.
„Mér fannst ég vera með heiminn á herðunum. Þunglyndi hennar var svo slæmt að hún gat ekki höndlað hlutina lengur, hún þurfti að komast í burtu og fá hjálp. Ég sá um stystkini mín en var samt að fara í gegnum mína eigin erfiðleika," segir Lingard.
„Ég var því ekki stóri bróðirinn sem þau þurftu á þessum tíma. Það var eins í fótboltanum, ég var ekki andlega til staðar. Ég var á vellinum en vildi ekki vera þar. Ég vildi ekki spila. Ég vildi ekki hætta í fótboltanum en ég þurfti frí. Auðvitað var ég að spila illa."
Lingard segir að það hafi haft mikil áhrif á sig þegar hann fékk að heyra það frá stuðningsmenn eftir 3-0 sigur gegn Derby County í bikarleik í mars 2020.
„Við unnum leikinn en þegar ég var að fara upp í rútuna var kallað 'Jesse þú ert skítur, af hverju ertu að spila fyrir okkur?' - Ég er manneskja og auðvitað hafði þetta áhrif á mig," segir Lingard sem á endanum opnaði sig um stöðuna við Ole Gunnar Solskjær, þáverandi stjóra United.
„Ég sagði Ole hvað væri í gangi. Við héldum þessu á milli okkar en bara það að Ole spurði 'Hvað er að frétta af mömmu þinni? Hvernig gengur henni?' hjálpaði. Það hjálpaði að eiga þessi samtöl og láta fólk vita hvað ég væri að ganga í gegnum."
Athugasemdir