Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   sun 19. janúar 2025 14:01
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Fyrrum United-maðurinn með frábæra innkomu í Leeds
Leeds 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Manor Solomon ('3 )
2-0 Largie Ramazani ('88 )
3-0 Ao Tanaka ('90 )

Leeds United bar sigur úr býtum gegn Sheffield Wednesday, 3-0, á Elland Road í ensku B-deildinni í dag.

Fyrsta markið kom snemma leiks og það gerði ísraelski landsliðsmaðurinn Manor Solomon.

Joe Rothwell átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Wednesday sem neyddi James Beadle, markvörð liðsins, til að koma út á móti, en hann varði boltann út á Solomon sem var einn gegn opnu marki og hamraði boltanum í netið.

Liðin fengu bæði færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik, en það var ekki fyrr en nokkrar mínútur voru eftir af leiknum sem Leeds tókst að bæta við tveimur.

Largie Ramazani, fyrrum leikmaður Manchester United, kom inn af bekknum og skoraði annað mark Leeds áður en hann lagði upp þriðja markið fyrir Ao Tanaka. Frábær innkoma hjá Ramazani sem hefur nú komið að sex mörkum á tímabilinu.

Leeds er aftur komið á toppinn með 56 stig, einu meira en Sheffield United, en Wednesday er í 10. sæti með 37 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 33 22 6 5 47 23 +24 70
2 Leeds 32 20 9 3 66 19 +47 69
3 Burnley 33 17 14 2 39 9 +30 65
4 Sunderland 32 17 11 4 49 28 +21 62
5 Blackburn 33 15 6 12 39 31 +8 51
6 West Brom 33 11 15 7 42 31 +11 48
7 Coventry 33 13 8 12 44 41 +3 47
8 Bristol City 33 11 13 9 41 37 +4 46
9 Sheff Wed 33 12 9 12 46 50 -4 45
10 Watford 33 13 6 14 43 48 -5 45
11 Middlesbrough 32 12 8 12 50 43 +7 44
12 Norwich 33 11 11 11 51 45 +6 44
13 QPR 33 11 11 11 39 41 -2 44
14 Millwall 32 10 11 11 32 33 -1 41
15 Preston NE 32 9 14 9 34 38 -4 41
16 Oxford United 33 9 11 13 34 47 -13 38
17 Swansea 33 10 7 16 34 46 -12 37
18 Portsmouth 33 9 9 15 41 55 -14 36
19 Stoke City 32 8 11 13 31 40 -9 35
20 Cardiff City 32 7 11 14 35 54 -19 32
21 Hull City 32 7 9 16 32 43 -11 30
22 Derby County 33 7 8 18 33 46 -13 29
23 Plymouth 32 6 10 16 34 66 -32 28
24 Luton 32 7 6 19 30 52 -22 27
Athugasemdir
banner
banner