Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: Tinna Hrönn með tvennu - Fylkir skoraði fimm
Kvenaboltinn
Tinna Hrönn á skotskónum.
Tinna Hrönn á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru spilaðir æfingaleikir um helgina og meðal þeirra voru leikir Hauka gegn Fylki og Grindavíkur/Njarðvíkur gegn Selfossi.

Fylkir vann 3-5 sigur á Haukum þar sem þær Emilía Sif Sævarsdóttir, Sigríður Skaftadóttir, Birta Margrét Gestsdóttir, Arna Ósk Arnarsdóttir og Hildur Anna Brynjarsdóttir skoruðu mörk Árbæinga.

Nýliðar Grindavíkur/Njarðvíkur í Bestu deildinni unnu svo 3-1 sigur á Selfossi sem vann 2. deildina í sumar.

Þær Tinna Hrönn Einarsdóttir skoraði tvennu fyrir Suðurnesjaliðið og Eydís María Waagfjörð skoraði eitt. Björgey Njála Andreudóttir skoraði mark Selfoss.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner