Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 11:04
Elvar Geir Magnússon
Finnast það vandræðalegt að hafa veitt Trump friðarverðlaun
Trump hlaut verðlaunin fyrir áramót.
Trump hlaut verðlaunin fyrir áramót.
Mynd: EPA
Guardian segir að háttsettum aðilum innan FIFA þyki það vandræðalegt að hafa veitt Donald Trump forseta Bandaríkjanna fyrstu friðarverðlaun sambandsins.

Verðlaunin voru veitt í síðasta mánuði, þegar dregið var í riðla fyrir HM 2026 en mótið mun að stærstum hluta fara fram í Bandaríkjunum.

Gianni Infantino, forseti FIFA, og Trump eru orðnir mjög nánir vinir og hafa verið saman við ýmis tilefni, þar á meðal á viðburðum sem tengjast fótbolta ekki á nokkurn hátt.

Talið er að Infantino hafi búið til þessi verðlaun þar sem Trump hlaut ekki friðarverðlaun Nóbels.

Síðan Trump fékk friðarverðlaunin hafa Bandaríkin gert loftárásir á Venesúela og handtekið forseta landsins. Trump hefur einnig hótað því að taka yfir Grænland.

Guardian segir að ónafngreindur aðili innan FIFA hafi sagt að það væri mjög vandræðalegt að hafa veitt Trump þessi verðlaun.
Athugasemdir
banner
banner