Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 12:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höfnuðu stóru tilboði í Hilmi Rafn - Hissa hversu hátt það var
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Norski staðarfjölmiðillinn Stavanger Aftenblad fjallar um það í dag að Viking hefði hafnað háu tilboði í Hilmi Rafn Mikaelsson.

Fram kemur að tilboðið hafi komið frá tékknesku félagi og hafi hljóðað upp á ríflega 20 milljónir norskar krónur eða rúmlega 250 milljónir íslenskra króna.

Hilmir Rafn ræddi við Stavanger Aftenblad um tilboðið.

„Já, þetta var stórt tilboð. Ég var líka hissa á því hversu hátt það var miðað við hvað ég hef afrekað, en ég er ánægður að Viking hafi hafnað tilboðinu. Það sýnir að Viking hefur trú á mér - og að félagið vilji virkilega að ég sé hér. Það gefur mér góða tilfinningu," segir Hilmir.

„Mér líður ekki eins og tími minn hjá Viking sé ekki búinn. Ég vil afreka meira hér. Tími minn hér og tækifærin munu koma ef ég stend mig vel hér. Viking er mjög gott félag að vera hjá," bæti Hilmir við.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur tékkneska félagið Sigma Olomouc haft augastað á Hilmi. Liðið situr í 8. sæti tékknesku úrvalsdeildarinnar og endaði í 6. sæti á síðasta tímabili. Liðið komst í Sambandsdeildina og framundan hjá liðinu eru leikir við svissneska liðið Lausanne um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Hilmir Rafn spilaði í tólf leikjum og skoraði tvö mörk á síðasta tímabili. Viking kom á óvart og varð norskur meistari. Viking hefur lánað sóknarmannin Nicholas D'Agostino til Ástralíu og missti Sander Svendsen til Tyrklands.

U21 landsliðsmaðurinn Hilmir (2004) er frá Hvammstanga og fór erlendis eftir að hafa verið hjá Fjölni. Hann fór fyrst til Venezia og var tímabilið 2024 á láni hjá Kristiansund. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Viking fyrir um ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner