Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Messi hélt klósettpappír á lofti - Felipe Melo með tveggja fóta tæklingu
Mynd: Getty Images
Fólk víða um heim er að leika sér með klósettpappír þessa dagana vegna #StayAtHome átaksins.


Íþróttastjörnur og áhrifavaldar um allan heim taka þátt í átakinu sem miðar að því að hvetja fólk til að vera heima í miðjum heimsfaraldri.

Knattspyrnumenn hafa verið að halda klósettpappír á lofti með fótunum og tók Lionel Messi þátt. Messi er nýbúinn að raka af sér skeggið og er þetta í fyrsta sinn sem hann sést án skeggs á tímabilinu.

Felipe Melo, miðjumaður Palmeiras í Brasilíu sem lék meðal annars fyrir Juventus og Inter, vildi taka þátt en hann er ekki þekktur fyrir sérlega góða boltatækni.

Melo er grjótharður miðjumaður og hefur fjórtán sinnum fengið að líta rauða spjaldið á atvinnumannaferlinum. Í stað þess að halda klósettrúllunni á lofti tók hann tveggja fóta tæklingu.








Athugasemdir
banner
banner