Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er enginn Óskar Hrafn lengur en samt verður hiti"
Halldór Árnason og Óskar Hrafn eftir síðasta leik gegn Víkingi sem Breiðablik vann.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn eftir síðasta leik gegn Víkingi sem Breiðablik vann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði Víkingar og Blikar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.
Bæði Víkingar og Blikar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deildinni á sunnudagskvöld þegar erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur eigast við á Víkingsvelli. Leikir þessara liða síðustu ár hafa verið frábær skemmtun.

Það hefur orðið breyting núna því Óskar Hrafn Þorvaldsson er farinn til Noregs og stýrir núna Haugesund, en hann hefur verið mikilvægur í því að búa til þennan ríg. Halldór Árnason, núverandi þjálfari Blika, þekkir þó vel til rígsins þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár.

„Það er enginn Óskar Hrafn lengur en samt verður hiti," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Pottþétt," sagði Sæbjörn Steinke. „Dóri var ekkert rólegur í þessum samskiptum við þá í fyrra," sagði Valur Gunnarsson.

„Mér finnst samt eins og það hafi róast aðeins á hliðarlínunni hjá Víkingi eftir nýju viðmiðin frá dómurunum," sagði Sæbjörn en hann spáði jafntefli í þessum leik, 2-2.

„Ég held að það sé ágætis regla í íslenska boltanum í dag að veðja aldrei gegn Víkingum. En ég myndi ekki missa hökuna í gólfið ef Breiðablik vinnur þennan leik. Ég þrítryggi mig," sagði Valur.

föstudagur 19. apríl
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)

laugardagur 20. apríl
14:00 HK-FH (Kórinn)
16:15 KR-Fram (AVIS völlurinn)

sunnudagur 21. apríl
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
17:00 ÍA-Fylkir (Akraneshöllin)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner