
Palli var mjög svekktur eftir 3-1 tap gegn ÍA á Extra vellinum í annarri umferð Inkasso deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 3 ÍA
„Já ekkert þokkalega, bara mjög svekktur!'' Sagði Páll spurður út í svekkelsið að tapa leiknum.
Fjölnisstúlkur fengu aragrúa af færum í leiknum og er það nánast rannsóknarefni hvernig þær skoruðu bara eitt mark.
„Við getum bara sjálfum okkur um kennt, við fáum einhver 6-7 færi fram að 60. mínútu og svo skora þær þarna og þá breytist leikurinn.'' Sagði Palli um leikinn.
„Já miðað við þennan leik.'' Sagði Palli aðspurður hvort það þurfi að skerpa á færanýtingu og taka skotæfingar.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar svara Palli meðal annars spurningum um nýjan leikmann, hvort hann hafi reynt að fá fleiri, stigasöfnunina hingað til og markmið sumarsins.
Athugasemdir