Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 19. maí 2021 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool og West Ham með annan fótinn í Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool er komið í Meistaradeildarsæti eftir þriggja marka sigur gegn Burnley.

Liverpool var betri aðilinn en heimamenn í Burnley fengu sín færi. Fyrsta mark leiksins kom skömmu fyrir leikhlé og var það Roberto Firmino sem skoraði eftir sendingu frá Andy Robertson.

Nathaniel Phillips tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks með skalla eftir fyrirgjöf frá Sadio Mane. Alex Oxlade-Chamberlain gerði svo út um viðureignina á lokamínútunum.

Liverpool er komið í Meistaradeildarsæti á markatölu og nægir að öllum líkindum sigur í lokaumferðinni til að tryggja sér fjórða sætið. Liverpool tekur á móti Crystal Palace.

Leicester er með jafn mörg stig og Liverpool en lakari markatölu og tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni.

Burnley 0 - 3 Liverpool
0-1 Roberto Firmino ('43)
0-2 Nathaniel Phillips ('52)
0-3 Alex Oxlade-Chamberlain ('88)

West Ham er þá á góðri leið með að tryggja sér Evrópudeildarsæti eftir sigur gegn föllnu liði West Bromwich Albion.

Declan Rice klúðraði vítaspyrnu snemma leiks og tóku heimamenn forystuna gegnum Matheus Pereira.

West Brom sýndi góða takta en tókst ekki að tvöfalda forystuna. Þess í stað jafnaði Tomas Soucek skömmu fyrir leikhlé.

Síðari hálfleikurinn var jafn þar til á lokakaflanum þegar gæðamunur liðanna kom í ljós. Hamrarnir komust yfir með marki frá Angelo Ogbonna áður en Michail Antonio innsiglaði sigurinn á 88. mínútu.

West Ham er í Evrópudeildarsæti sem stendur og nægir jafntefli gegn Southampton í lokaumferðinni til að tryggja sér sætið.

West Brom 1 - 3 West Ham
0-0 Declan Rice, misnotað víti ('3)
1-0 Matheus Pereira ('27)
1-1 Tomas Soucek ('45)
1-2 Angelo Ogbonna ('82)
1-3 Michail Antonio ('88)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner