Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   sun 19. maí 2024 23:32
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp við stuðningsfólk: Þetta er nýtt upphaf
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp hafði margt að segja eftir lokaleik sinn við stjórnvölinn hjá Liverpool, þar sem lærisveinar hans lögðu Wolves 2-0 að velli á Anfield.

Liverpool endar í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og kvaddi Klopp stuðningsmenn að leikslokum.

„Ég er hissa, ég hélt að ég yrði í molum á þessum tímapunkti en ég er það ekki," sagði Klopp hress eftir lokaflautið. „Ég er svo ánægður með að hafa verið partur af þessari æðislegu fjölskyldu. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn!

„Mér líður ekki eins og þetta séu endalokin. Mér líður eins og þetta sé nýtt upphaf. Í dag sá ég fótboltalið spila góðan fótboltaleik. Þetta er ungt fótboltalið sem er fullt af hæfileikum, sköpunargleði, ástríðu og græðgi. Þetta eru mikilvægir eiginleikar fyrir fótboltalið.

„Svo eigum við þennan stórkostlega leikvang, frábært æfingasvæði og ykkur stuðningsfólkið - mesta ofurafl heimsfótboltans. Vá. Fólk segir að ég hafi breytt þessum leikmannahópi úr efasemdarmönnum í trúaða en það er ekki satt. Þið gerðuð það.

„Liverpool er á frábærum stað, besta stað sem félagið hefur verið á í langan tíma. Í dag er ég orðinn einn af ykkur og ég held í sömu trú og ég hef haft áður. Ég held áfram að trúa 100%, alveg eins og þið.

„Ég er búinn að sjá marga gráta og ég veit að ég mun gráta í kvöld, en breyting er af hinu góða. Allt mun ganga vel hjá Liverpool útaf því að allar helstu grunnstoðirnar eru til staðar innan félagsins."


Arne Slot mun taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool eftir tæplega níu ár af Klopp við stjórnvölinn.

„Þið þurfið að bjóða nýja þjálfarann velkominn eins og þið gerðuð með mig. Þið verðið að leggja allt í þetta frá fyrsta degi, þið haldið áfram að trúa, þið hvetjið leikmenn áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir æðislega tíma. Þið eruð besta lið í heimi. Takk!"

Klopp chanting for the new Liverpool manager Arne Slot
byu/Chelseatilidie insoccer


Klopp's final fist pumps to the Kop
byu/siva-pc insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner