Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
MLS: Dagur Dan byrjaði í sigri - Messi sneri aftur á völlinn
Mynd: Getty Images
Mynd: St. Louis City
Mynd: Getty Images
Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City sem heimsótti San Jose Earthquakes í MLS deildinni í nótt.

Dagur spilaði sem hægri vængbakvörður og átti fínan leik áður en honum var skipt af velli á 79. mínútu. Hann komst nálægt því að skora í síðari hálfleik en skot hans fór rétt framhjá.

Staðan var markalaus þegar Degi var skipt af velli en tíu mínútum síðar skoraði John Lynn eina mark leiksins eftir undirbúning frá Ivan Angulo og Martin Ojeda, sem hafði komið inn af bekknum fyrir Dag.

Orlando er með 16 stig eftir 13 umferðir eftir þennan sigur. Luis Muriel var í byrjunarliðinu í nótt og átti fínan leik.

Nökkvi Þeyr Þórisson sat þá allan tímann á bekknum er St. Louis City tapaði útileik gegn FC Cincinnati. St. Louis er með 16 stig eftir 13 umferðir, alveg eins og Orlando.

Inter Miami trónir á toppi austurhluta MLS deildarinnar eftir nauman sigur gegn DC United í nótt.

Lionel Messi var í byrjunarliðinu eftir smávægileg meiðsli í síðustu umferð og leiddi hann sóknarlínuna ásamt Luis Suarez.

Staðan var þó markalaus í nokkuð jöfnum leik og hélst hún markalaus allt þar til í uppbótartíma, þegar Leonardo Campana kom inn af bekknum og skoraði skömmu síðar eftir stoðsendingu frá Sergio Busquets.

Jordi Alba var þá í vinstri bakverði og lék allan leikinn, alveg eins og Messi, Suarez og Busquets. Þessir gömlu liðsfélagar frá gullárum Barcelona eru búnir að næla sér í 31 stig úr 15 umferðum í MLS deildinni.

Fyrrum úrvalsdeildarleikmaðurinn Christian Benteke var í byrjunarliði DC United, sem er með 17 stig eftir 14 umferðir.

San Jose Earthquakes 0 - 1 Orlando City
0-1 John Lynn ('89)

FC Cincinnati 3 - 1 St. Louis City
1-0 Luciano Acosta ('26, víti)
2-0 Yuya Kubo ('49)
2-1 Matt Miazga ('54, sjálfsmark)
3-1 Sergio Santos ('80)

Inter Miami 1 - 0 DC United
1-0 Leonardo Campana ('94)
Athugasemdir
banner
banner
banner