Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. ágúst 2021 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð Elías hættir með lið Selfoss í haust (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Alfreð Elías Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari Selfoss eftir fimm tímabil sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Samningur Alfreðs rennur út eftir tímabilið og ætlar hann ekki að endurnýja samninginn. Hann tók við liðinu í næstefstu deild og fór beint upp með liðið. Árið 2019 stýrði hann liðinu til bikarmeistaratitils og árið 2020 varð liðið meistari meistaranna.

„Undir stjórn Alfreðs hefur Selfossliðið fest sig í sessi sem eitt af toppliðunum á landinu. Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Alfreð fyrir frábært starf á undanförnum árum og óskar honum velfarnaðar í framtíðinn," segir í færslu Selfoss Fótbolti í dag.

„En nú er komið að kaflaskiptum. Ég hef ákveðið að það sé tímabært að breyta til í haust og endurnýja ekki samning um þjálfun kvennaliðs Selfoss. Ástæðan er einföld. Eftir fimm góð ár er það einfaldlega tímabært.

Samstarf mitt við liðið, aðstoðarfólk og stjórn hefur verið með miklum ágætum. Það er með miklu þakklæti í huga sem ég kveð gott lið og góða samstarfsmenn síðar í haust. Lið sem efalaust mun láta vel til sín taka á næstu árum. Áfram Selfoss,"
skrifar Alfreð í færslu á Facebook.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner