Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 19. ágúst 2021 15:37
Elvar Geir Magnússon
„Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi"
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KSÍ þarf að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu," skrifar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ, í aðsendum pistli á Vísi.

„Mikil er skömm þín, KSÍ" er fyrirsögn pistilsins en undir hann skrifar einnig femínistahópurinn Öfgar.

Hanna Björg skrifaði pistil í síðustu viku þar sem hún gagnrýndi KSÍ fyrir að bregðast ekki við frásögn konu sem sagði frá hópnauðgun sem konan varð fyrir 2010. Í pistli Hönnu segir að gerendurnir hafi verið landsliðsmenn í fótbolta.

„Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni," sagði Hanna meðal annars í þeim pistli.

KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem sambandið segir að rangt að reynt sé að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Sambandið geti þó ekki tjáð sig um einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála.

„Hversu kaldar geta kveðjurnar verið til þolenda?" skrifar Hanna í pistlinum sem birtist í morgun.

„Í yfirlýsingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra. Ekki snefill af samkennd eða skilningi. Skeytingarleysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram."

Smelltu hér til að lesa umræddan pistil í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner