Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. ágúst 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Landsliðshópurinn - Karólína Lea ekki með
Icelandair
Karólína Lea er ekki með.
Karólína Lea er ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif er búin að vera frábær með Val og kemur inn í hópinn.
Arna Sif er búin að vera frábær með Val og kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að tilkynna landsliðshópinn fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni HM.

Þetta eru leikirnir tveir sem skera úr um það hvort Ísland fari beint á HM eða ekki. Íslenska liðið er að reyna að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Ísland er í góðum möguleika á að komast á mótið. Það eru allar líkur á því að liðið muni taka sigur gegn Hvíta-Rússlandi og þá er það bara úrslitaleikur við Holland þar sem jafntefli kemur til með að duga til að vinna riðilinn.

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er 2. september á Laugardalsvelli og leikurinn gegn Hollandi 6. september í Utrecht í Hollandi.

Það eru tvær breytingar á hópnum frá EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Val kemur inn fyrir Hallberu Guðný Gísladóttur og þá kemur Hlín Eiríksdóttir inn fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem er meidd. Karólína var frábær á Evrópumótinu en er ekki með fyrir þessa tvo mikilvægu leiki.

Markverðir:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (ÍBV)
Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þróttur R.)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)

Varnarmenn:
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
Guðný Árnadóttir (AC Milan)
Guðrún Arnardóttir (Rosengård)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga)
Sif Atladóttir (Selfoss)

Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir (Eintracht Frankfurt)
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Orlando Pride)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon)
Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg)

Framherjar:
Amanda Andradóttir (Kristianstad)
Agla María Albertsdóttir (Häcken)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Brann)
Elín Metta Jensen (Valur)
Hlín Eiríksdóttir (Piteå)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Brann
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner