Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 19. ágúst 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Mynd: KSÍ
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli á föstudagskvöld þegar Valur og Vestri eigast við. Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, ræddi við Fótbolta.net í aðdraganda leiksins.

Valur fékk óvæntan 4-1 skell gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð Bestu deildarinnar en Hólmar segir að sá leikur sé nú í baksýnisspeglinum.

„Við höfum engan tíma til að velta okkur upp úr þeim leik, við erum búnir að afgreiða hann. Við höfum fengið 1-2 skelli í deildinni en höfum sýnt það á þessu tímabili að við höfum rifið okkur saman í andlitinu og skilað góðri frammistöðu eftir það. Við þurfum að gera það aftur," segir Hólmar.

Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila þennan stærsta leik Vals í langan tíma?

„Það er meiriháttar. Þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur á Íslandi. Það er mikil eftirvænting."

Valur er talið sigurstranglegra liðið en Vestramenn eru erfiðir viðureignar.

„Klárlega. Þeir hafa sýnt það yfir allt tímabilið. Þeir eru virkilega vel skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þeir eru líka með leikmenn sem geta meitt okkur í skyndisóknum. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá á bak aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner