Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   þri 19. ágúst 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Mynd: KSÍ
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli á föstudagskvöld þegar Valur og Vestri eigast við. Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, ræddi við Fótbolta.net í aðdraganda leiksins.

Valur fékk óvæntan 4-1 skell gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð Bestu deildarinnar en Hólmar segir að sá leikur sé nú í baksýnisspeglinum.

„Við höfum engan tíma til að velta okkur upp úr þeim leik, við erum búnir að afgreiða hann. Við höfum fengið 1-2 skelli í deildinni en höfum sýnt það á þessu tímabili að við höfum rifið okkur saman í andlitinu og skilað góðri frammistöðu eftir það. Við þurfum að gera það aftur," segir Hólmar.

Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila þennan stærsta leik Vals í langan tíma?

„Það er meiriháttar. Þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur á Íslandi. Það er mikil eftirvænting."

Valur er talið sigurstranglegra liðið en Vestramenn eru erfiðir viðureignar.

„Klárlega. Þeir hafa sýnt það yfir allt tímabilið. Þeir eru virkilega vel skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þeir eru líka með leikmenn sem geta meitt okkur í skyndisóknum. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá á bak aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner