Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 19. ágúst 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals og Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra.
Mynd: KSÍ
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli á föstudagskvöld þegar Valur og Vestri eigast við. Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, ræddi við Fótbolta.net í aðdraganda leiksins.

Valur fékk óvæntan 4-1 skell gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð Bestu deildarinnar en Hólmar segir að sá leikur sé nú í baksýnisspeglinum.

„Við höfum engan tíma til að velta okkur upp úr þeim leik, við erum búnir að afgreiða hann. Við höfum fengið 1-2 skelli í deildinni en höfum sýnt það á þessu tímabili að við höfum rifið okkur saman í andlitinu og skilað góðri frammistöðu eftir það. Við þurfum að gera það aftur," segir Hólmar.

Hvernig er tilfinningin að vera að fara að spila þennan stærsta leik Vals í langan tíma?

„Það er meiriháttar. Þetta er minn fyrsti bikarúrslitaleikur á Íslandi. Það er mikil eftirvænting."

Valur er talið sigurstranglegra liðið en Vestramenn eru erfiðir viðureignar.

„Klárlega. Þeir hafa sýnt það yfir allt tímabilið. Þeir eru virkilega vel skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þeir eru líka með leikmenn sem geta meitt okkur í skyndisóknum. Við þurfum að finna leiðir til að brjóta þá á bak aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner