Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 11:22
Elvar Geir Magnússon
Lá við slagsmálum milli Lukaku og Brozovic
Inter keypti Lukaku frá Manchester United í sumar.
Inter keypti Lukaku frá Manchester United í sumar.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez þurfti að stíga á milli Romelu Lukaku og Marcelo Brozovic eftir heiftarlegt rifrildi. Það lá við slagsmálum í búningsklefa Inter.

Lukaku var víst ósáttur við frammistöðu Inter í 1-1 jafnteflinu gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni. Belginn gagnrýndi Brozovic og sakaði hann um að fara ekki eftir skipunum Antonio Conte.

Lukaku fannst Brozovic missa boltann of auðveldlega í leiknum.

Það sauð upp úr á milli þeirra þegar Brozovic gagnrýndi svo Lukaku fyrir að hafa ekki nýtt gullið tækifæri til að skora.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Sanchez hafi þá komið á milli þeirra og stillt til friðar.

Conte er sagður ósáttur við hegðun leikmannana og það á að halda liðsfund vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner