Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 10:35
Elvar Geir Magnússon
Of gamlir til að spila alla leiki
Fernandinho.
Fernandinho.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að vegna meiðslakrísunnar verði hann að finna frekari lausnir innan hópsins.

Hann segir að Fernandinho og Nicolas Otamendi séu of gamlir til að spila hvern einasta leik. Þeir tveir spiluðu í 3-0 sigrinum gegn Shaktar Donetsk í gær.

Aymeric Laporte verður frá í allt að sex mánuði vegna hnémeiðsla og John Stones missir af næstu fimm vikum.

Varnarmistök gerðu það að verkum að City tapaði óvænt gegn nýliðum Norwich um síðustu helgi en Otamendi er eini heili leikmaðurinn í hópnum sem er náttúrulega miðvörður. Fernandinho, sem er miðjumaður, hefur fyllt í skarðið í hjarta varnarinnar.

Guardiola segir að miðjumaðurinn Rodri og hægri bakvörðurinn Kyle Walker gætu þurft að leysa af í vörnininni á komandi vikum.

„Nico er 31 árs, Fernandinho 34 ára. Svo erum við með Eric Garcia sem er 18 ára. Ég veit ekki hvernig mun spilast úr þessu. Nico og Fernandinho voru magnaðir í kvöld en vegna aldursins geta þeir ekki spilað alla leiki," segir Guardiola.

Fernandinho hefur verið að æfa sem miðvörður frá því í upphafi tímabils.

City mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner