Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Arnar svo gott sem staðfestir að Óttar fari 4. okt til Feneyja
Óttar Magnús Karlsson
Óttar Magnús Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á mánudag var fjallað um það hér á Fótbolti.net að Óttar Magnús Karlsson, sóknarmaður Víkings R., væri mögulega á leið til Feneyja. Á fimmtudag staðfesti svo Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football, að Óttar Magnús færi til Venezia undir lok félagaskiptagluggans sem lokar 5. október.

Andri Már Eggertsson á Vísi spurði Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings R., út í þessa staðfestingu Hjörvars í viðtali eftir leikinn gegn FH á fimmtudag.

„Ég held að allt sé klappað og klárt milli liðanna, ég held það - ég ætla ekki að veðsetja húsið mitt hvað það varðar," sagði Arnar aðspurður hvort Óttar Magnús væri á leið til Venezia þann 4. október.

„Það er planið [að hann spili með okkur þangað til] og að hann fari út ferskur," sagði Arnar og ræddi einnig um Óttar og tímabil Víkinga í spilaranum hér að neðan.

Fari Óttar út 4. október nær hann að leika með Víkingum í næstu fimm leikjum að meðtölfum leiknum gegn KA þann fjórða. Eftir það eru fjórar umferðir eftir af deildinni.


Athugasemdir
banner
banner