Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 19. september 2021 19:04
Matthías Freyr Matthíasson
Davíð Þór: Viljum verða tilbúnari á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er bara glaður með að við höfum unnið og ég hef ekkert prefrence á því hvort þessara tveggja liða vinni mótið en við náttúrlega erum að reyna að safna eins mörgum stigum og við getum þó svo við getum ekki farið ofar en við erum núna í 6 sætinu sagði glaður Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 1 - 0 sigur á Breiðablik í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Það hefur sýnt sig að þau lið sem hafa verið að standa sig vel og jafnvel unnið titla og annað slíkt en hafa svo misst dampinn undir lok tímabila og þá hefur það reynst þeim erfitt að koma inn að krafti næsta ár á eftir. Við erum að reyna að sjá til þess að svo verði ekki hjá okkur og bara það að þessir ungu leikmenn fái fullt að leikjum þar sem þeir spila mjög oft 90 mínútur í leikjunum gefur þeim svakalega mikið og gerir það að verkum að þeir verða ennþá tilbúnari á næsta ári.

Við vorum mjög góðir í fyrri hálfeik fannst mér. Við náðum að setja smá pressu á þá og vinna boltann þokkalega hátt uppi. Það var ekkert mikið um færi en svo í seinni hálfleik fannst mér Blikarnir vera mun sterkari og voru óheppnir. Klikka á víti og einu dauðafæri en heilt yfir ótrúlega ánægður


Verður þú áfram í þjálfarateymi FH eftir tímabilið?

Það á eftir að koma í ljós. Við setjumst niður eftir tímabilið og förum yfir málin. Það verður einhver niðurstaða, hver hún verður kemur bara í ljós. Það var bara ákveðið að klára þetta tímabil og klára það með stæl og svo ræðum við saman um framhaldið

Nánar er rætt við Davíð í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir