Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   sun 19. september 2021 19:04
Matthías Freyr Matthíasson
Davíð Þór: Viljum verða tilbúnari á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er bara glaður með að við höfum unnið og ég hef ekkert prefrence á því hvort þessara tveggja liða vinni mótið en við náttúrlega erum að reyna að safna eins mörgum stigum og við getum þó svo við getum ekki farið ofar en við erum núna í 6 sætinu sagði glaður Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 1 - 0 sigur á Breiðablik í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Það hefur sýnt sig að þau lið sem hafa verið að standa sig vel og jafnvel unnið titla og annað slíkt en hafa svo misst dampinn undir lok tímabila og þá hefur það reynst þeim erfitt að koma inn að krafti næsta ár á eftir. Við erum að reyna að sjá til þess að svo verði ekki hjá okkur og bara það að þessir ungu leikmenn fái fullt að leikjum þar sem þeir spila mjög oft 90 mínútur í leikjunum gefur þeim svakalega mikið og gerir það að verkum að þeir verða ennþá tilbúnari á næsta ári.

Við vorum mjög góðir í fyrri hálfeik fannst mér. Við náðum að setja smá pressu á þá og vinna boltann þokkalega hátt uppi. Það var ekkert mikið um færi en svo í seinni hálfleik fannst mér Blikarnir vera mun sterkari og voru óheppnir. Klikka á víti og einu dauðafæri en heilt yfir ótrúlega ánægður


Verður þú áfram í þjálfarateymi FH eftir tímabilið?

Það á eftir að koma í ljós. Við setjumst niður eftir tímabilið og förum yfir málin. Það verður einhver niðurstaða, hver hún verður kemur bara í ljós. Það var bara ákveðið að klára þetta tímabil og klára það með stæl og svo ræðum við saman um framhaldið

Nánar er rætt við Davíð í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner