Ég er bara glaður með að við höfum unnið og ég hef ekkert prefrence á því hvort þessara tveggja liða vinni mótið en við náttúrlega erum að reyna að safna eins mörgum stigum og við getum þó svo við getum ekki farið ofar en við erum núna í 6 sætinu sagði glaður Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 1 - 0 sigur á Breiðablik í dag.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Breiðablik
Það hefur sýnt sig að þau lið sem hafa verið að standa sig vel og jafnvel unnið titla og annað slíkt en hafa svo misst dampinn undir lok tímabila og þá hefur það reynst þeim erfitt að koma inn að krafti næsta ár á eftir. Við erum að reyna að sjá til þess að svo verði ekki hjá okkur og bara það að þessir ungu leikmenn fái fullt að leikjum þar sem þeir spila mjög oft 90 mínútur í leikjunum gefur þeim svakalega mikið og gerir það að verkum að þeir verða ennþá tilbúnari á næsta ári.
Við vorum mjög góðir í fyrri hálfeik fannst mér. Við náðum að setja smá pressu á þá og vinna boltann þokkalega hátt uppi. Það var ekkert mikið um færi en svo í seinni hálfleik fannst mér Blikarnir vera mun sterkari og voru óheppnir. Klikka á víti og einu dauðafæri en heilt yfir ótrúlega ánægður
Verður þú áfram í þjálfarateymi FH eftir tímabilið?
Það á eftir að koma í ljós. Við setjumst niður eftir tímabilið og förum yfir málin. Það verður einhver niðurstaða, hver hún verður kemur bara í ljós. Það var bara ákveðið að klára þetta tímabil og klára það með stæl og svo ræðum við saman um framhaldið
Nánar er rætt við Davíð í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir