Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 19. september 2021 19:04
Matthías Freyr Matthíasson
Davíð Þór: Viljum verða tilbúnari á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er bara glaður með að við höfum unnið og ég hef ekkert prefrence á því hvort þessara tveggja liða vinni mótið en við náttúrlega erum að reyna að safna eins mörgum stigum og við getum þó svo við getum ekki farið ofar en við erum núna í 6 sætinu sagði glaður Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 1 - 0 sigur á Breiðablik í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Það hefur sýnt sig að þau lið sem hafa verið að standa sig vel og jafnvel unnið titla og annað slíkt en hafa svo misst dampinn undir lok tímabila og þá hefur það reynst þeim erfitt að koma inn að krafti næsta ár á eftir. Við erum að reyna að sjá til þess að svo verði ekki hjá okkur og bara það að þessir ungu leikmenn fái fullt að leikjum þar sem þeir spila mjög oft 90 mínútur í leikjunum gefur þeim svakalega mikið og gerir það að verkum að þeir verða ennþá tilbúnari á næsta ári.

Við vorum mjög góðir í fyrri hálfeik fannst mér. Við náðum að setja smá pressu á þá og vinna boltann þokkalega hátt uppi. Það var ekkert mikið um færi en svo í seinni hálfleik fannst mér Blikarnir vera mun sterkari og voru óheppnir. Klikka á víti og einu dauðafæri en heilt yfir ótrúlega ánægður


Verður þú áfram í þjálfarateymi FH eftir tímabilið?

Það á eftir að koma í ljós. Við setjumst niður eftir tímabilið og förum yfir málin. Það verður einhver niðurstaða, hver hún verður kemur bara í ljós. Það var bara ákveðið að klára þetta tímabil og klára það með stæl og svo ræðum við saman um framhaldið

Nánar er rætt við Davíð í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner