Davíð Ingvarsson fór til Tékklands að skoða aðstæður hjá Ceske Budejovice í landsleikjahléinu fyrr í þessum mánuði.
Davíð verður samningslaus eftir tæpan mánuð en glugginn í Tékklandi er þó lokaður og opnar ekki fyrr en eftir áramót.
Sjá einnig:
Davíð Ingvars í tékknesku úrvalsdeildina?
Davíð verður samningslaus eftir tæpan mánuð en glugginn í Tékklandi er þó lokaður og opnar ekki fyrr en eftir áramót.
Sjá einnig:
Davíð Ingvars í tékknesku úrvalsdeildina?
Karl Daníel Magnússon, deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki, staðfesti við Fótbolta.net að tékkneskt félag hefði sett sig í Breiðablik upp á að mega ræða við leikmanninn.
Davíð var orðaður við Val og KR á dögunum. Hefur eitthvað íslenskt félag sett sig í samband við Breiðablik?
„Nei, ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um það," sagði Karl.
Davíð er 24 ára og hefur verið í Breiðabliki síðan 2014 þegar hann kom frá FH. Á þessu tímabili hefur hann verið annar kostur í vinstri bakvörðinn á eftir Andra Rafni Yeoman sem hefur byrjað fleiri leiki í þeirri stöðu.
Sjá einnig:
Blikar í viðræðum við þá sem eru að renna út á samningum
Athugasemdir