Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 19. október 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sagðist ætla að koma honum í EM hóp Englands
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, sagði við Ross Barkley þegar hann fékk hann lánaðan frá Chelsea að hann ætlaði að koma leikmanninum í EM hóp Englands.

Sú áætlun er á réttri leið en Barkley, sem er 27 ára, skoraði sigurmark Villa gegn Leicester í uppbótartíma í gær.

Hann hefur ekki leikið fyrir enska landsliðið í rúmlega ár, þegar hann skoraði tvívegis í 6-0 sigri gegn Búlgaríu.

„Hann er leikmaður í háum gæðaflokki. Ég er þakklátur Chelsea fyrir að hafa lánað hann til okkar," segir Smith.

„Ég seldi honum ákveðið verkefni hérna og sagðist ætla að koma honum í EM hópinn og hann myndi hjálpa okkur að vinna fótboltaleiki. Hann hefur svo sannarlega staðið sig í því í fyrstu leikjunum."

„Hann gæti ekki hafa byrjað betur. Að ná þessum sigri og að skora gegn Liverpool (í 7-2 sigrinum), verandi uppalinn hjá Everton."
Athugasemdir
banner
banner
banner