banner
   fös 19. nóvember 2021 07:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik sækir leikmann frá Suður-Ameríku (Staðfest)
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er að semja við miðjumann frá Venesúela að nafni Juan Camilo Pérez.

Uppfært: Breiðablik hefur staðfest samninginn við leikmanninn.

Þetta kemur fram hjá FUTVE, sem fjallar um fótbolta í Venesúela, á Twitter.

Leikmaðurinn er núna á mála hjá Carabobo í efstu deild Venesúela, en hann fram kemur að hann verði leikmaður Blika í janúar á næsta ári. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

„Þetta er draumur að rætast hjá mér, að fá tækifærið að spila í Evrópu. Ég hef alltaf viljað það frá því ég var barn og ég þakka Guði að ég geti upplifað þennan draum," segir Perez, sem er 22 ára gamall.

Perez er örvfættur og getur spilað sem miðjumaður og á vinstri vængnum. Hann segist vilja vinna titla með Breiðabliki.

Vitnað er í Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, og kveðst hann ánægður með að fá Perez. „Við höfum fylgst með honum lengi og teljum við hann henta fullkomlega, bæði þegar við erum með bolta og án hans. Við búumst við því að hann komi með nýja vídd í sóknarleik okkar vegna hraða hans, krafts og boltafærni."

Hann verður annar leikmaðurinn frá Venesúela til að spila á Íslandi. Octavio Paez lék með Leikni síðasta sumar.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti efstu deildar síðasta sumar.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner