Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. nóvember 2022 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ég heyri fólk aldrei hrósa Trent fyrir það sem hann getur"
Mynd: Getty Images

Micah Richards spekingur hjá Sky Sports og BBC og fyrrum varnarmaður Manchester City hefur komið Trent Alexander-Arnold leikmanni Liverpool og enska landsliðsins til varnar.


„Fólk segir 'Hann getur þetta ekki' og 'hann kann ekki að verjast'. Það er skrítið, ég heyri fólk aldrei hrósa honum fyrir það sem hann getur,ég heyri fólk aldrei hrósa honum fyrir það sem hann getur, það sem hann getur er ótrúlegt," sagði Richards.

Trent hefur verið mikið gagnrýndur, sérstaklega fyrir varnarleikinn og það kom mörgum á óvart að hann skyldi vera í landsliðshópi Englands á HM.

„Hann átti sendingu gegn Tottenham sem var ein sú besta sem ég hef séð, ég hef aldrei misst trúna á honum. Ég er í skýjunum með að hann sé í hópnum því hann bætir hann," sagði Richards að lokum.

England hefur leik á HM á mánudaginn þegar liðið mætir Íran.


Athugasemdir
banner
banner
banner