Spænski miðjumaðurinn Gavi verður frá út tímabilið og mun missa af bæði Evrópumótinu og Ólymoíuleikunum eftir að hafa slitið krossband í 3-1 sigri Spánar á Georgíu í undankeppni EM í kvöld.
Gavi meiddist illa um miðjan fyrri hálfleikinn. Spánverjinn ætlaði að taka á móti boltanum en missteig sig og sást það um leið að meiðslin væru af alvarlegum toga.
Spænski miðillinn AS greinir frá því í kvöld að Gavi hafi slitið krossband og er ljóst að tímabilið er búið hjá honum.
Hann mun líklega ekki snúa aftur fyrr en í byrjun næsta tímabils og þýðir það að hann fer ekki með Spánverjum á Evrópumótið í Þýskalandi og mun einnig missa af Ólympíuleikunum í París.
Hræðilegar fréttir fyrir þennan hæfileikaríka miðjumann sem er lykilmaður í liði Barcelona.
Athugasemdir