Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. janúar 2021 16:45
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi í MLS-deildina? - Lecce hefur líka áhuga
Arnór Ingvi í landsleik með Íslandi.
Arnór Ingvi í landsleik með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason færist nær því að yfirgefa sænska félagið Malmö. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að bandaríska félagið New England Revolution í MLS-deildinni hafi gert gott tilboð í Arnór.

Expressen í Svíþjóð greinir frá þessu og segir að Lecce hafi einnig áhuga á leikmanninum.

Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö, segir ekki ljóst hvað muni gerast í málum Arnórs.

Arnór hefur orðið Svíþjóðarmeistari með Malmö síðustu tvö ár en var ekki í stóru hlutverki hjá liðinu á síðasta ári.

„Ég hef ekki verið í stóru hlutverki. Ég hef eiginlega verið farþegi og ekki fengið að spila eins mikið og mér finnst ég eiga skilið og ég vil. Það er frábært að vinna titilinn en maður hefði viljað koma meira við sögu. En það er gaman að vinna þennan titil í annað sinn," sagði Arnór við Fótbolta.net í nóvember.

„Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum hérna. En ég fer ekkert leynt með það að ég er farinn að líta í kringum mig. Í fyrra var ég lykilmaður en er það ekki núna. Maður horfir í kringum sig og sér hvað er í boði."

Það er mikill áhugi á Arnóri og ítalska félagið Lecce horfir einnig til hans. Lecce féll úr A-deildinni í fyrra en er í sjötta sæti B-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner