Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lingard tekur undir orð Ronaldo - „Það er engin stjórn á þessu"
Jesse Lingard
Jesse Lingard
Mynd: EPA
Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Manchester United, tekur undir orð Cristiano Ronaldo um æfingasvæði félagsins en hann segir aðstöðuna í allt öðrum klassa hjá stærstu félögum Evrópu.

Ronaldo tjáði sig um aðstöðuna hjá Manchester United í tímamótaviðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan undir lok síðasta árs.

Sagði hann að United væri komið langt á eftir öðrum félögum og allt væri eins síðan hann yfirgaf félagið árið 2009 og fór til Real Madrid.

Lingard, sem var liðsfélagi Ronaldo, spilar nú með Nottingham Forest. Hann lét gamminn geisa í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO og gagnrýndi þar sitt gamla félag.

„Það er engin stjórn á þessu. Þegar Ferguson var þarna, þá var haldið utan um þetta. Þetta var alvöru virki og allt fór í gegnum hann. Samninga, auglýsingasamningar og allt það. Þetta hefði aldrei gerst ef hann væri hérna en nú hefur fólk alls konar miðla til að segja og skrifa sínar skoðanir á miðlunum.“

„Man Utd er á eftir í öllu. Horfðu æfingasvæðin hjá Man City og Tottenham. Þau eru langt á undan í þessu, líka þegar það kemur að samfélagsmiðlum. Árið 2017 sagði ég þeim frá Youtube og möguleikanum á að búa til efni þar því ég vildi að félagið myndi fylgja 'trendinu' og því sem var að gerast.

„Leikmenn vilja halda í við nútímann, hluti sem voru að koma á markað. Við viljum hraða velli, bestu aðstöðuna og að enginn ræði við fjölmiðla um liðið,“
sagði Lingard.
Athugasemdir
banner