Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keyptur síðasta sumar en má núna fara
Luis Guilherme.
Luis Guilherme.
Mynd: West Ham
West Ham keypti brasilíska framherjann Luis Guilherme síðasta sumar og lagði mikið í það.

Lundúnafélagið borgaði Palmeiras 25 milljónir punda fyrir hann.

En kaupin hafa reynst hafa misheppnuð. Guilherme hefur ekki byrjað einn einasta leik á tímabilinu og West Ham er núna að reyna að losa sig við hann.

Sagt er að Al-Hilal í Sádi-Arabíu sé að skoða þennan 18 ára gamla Brassa.

Önnur félög í Sádi-Arabíu hafa líka sýnt honum áhuga en West Ham er tilbúið að selja hann fyrir sama verð og hann var keyptur á síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner