Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 11:00
Elvar Geir Magnússon
Jesus vill framlengja: Mín ósk að ég verði áfram hjá Arsenal
Gabriel Jesus er nýkominn til baka eftir erfið hnémeiðsli.
Gabriel Jesus er nýkominn til baka eftir erfið hnémeiðsli.
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus vill lyfta bikurum með Arsenal og segir að liðið sé að færast nær markmiðum sínum.

Arsenal er með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og trónir einnig á toppi Meistaradeildarinnar.

Jesus er eini leikmaðurinn í hópi Arsenal sem hefur orðið Englandsmeistari, hann á fjóra þannig titla á ferilskrá sinni eftir að hafa verið hjá Manchester City.

Hann er nýkominn til baka eftir að hafa verið nánast ár frá vegna hnémeiðsla. Samningur hans við Arsenal rennur út eftir næsta tímabil og viðræður um nýjan samning eru ekki farnar í gang.

„Mitt fyrsta markmið er að ná mér algjörlega af meiðslunum. Mín ósk er að vera áfram hjá Arsenal, ég vill framlengja samninginn. Ég vil vera hér áfram og vinna titla með félaginu. Ég kom hingað í þeim tilgangi," segir Jesus, sem er 28 ára.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner