Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 15:54
Elvar Geir Magnússon
KSÍ staðfestir landsleikina í Kanada
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands.
Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur staðfest að íslenska landsliðið muni leika tvo vináttulandsleiki í Kanada í landsleikjaglugganum í mars.

Áður hafði verið tilkynnt um vináttuleik við Mexíkó í mexíkósku borginni Queretaro 25. febrúar, en sá leikur er ekki í FIFA-glugga og verða leikmenn úr Bestu deildinni þá í hópnum.

Vináttuleikirnir við Kanada og Haítí eru hluti af leikjaseríu fjögurra þjóða þar sem hver þjóð leikur tvo leiki. Kanada, Haítí og Túnis eru á meðal þátttökuþjóða á HM 2026 sem fram fer í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó.

Laugardagur 28. mars: Kanada – Ísland
Laugardagur 28. mars: Túnis - Haítí
Þriðjudagur 31. mars: Haítí - Ísland
Þriðjudagur 31. mars: Kanada - Túnis

Allir fjórir leikirnir fara fram á Canada BMO Field leikvanginum í Ontario – tveir leikir á dag á sama leikvanginum (leiktímar liggja ekki fyrir).

Haítí er í 84. sæti heimslistans, Ísland í 74. sæti, Túnis í 41. sæti og Kanada í 27. sæti.
Athugasemdir
banner
banner