Leikur Englands og Íslands í undankeppni HM kvenna 2027 fer fram á City Ground í Nottingham. Þetta var tilkynnt í dag.
Um er að ræða heimavöll enska úrvalsdeildarliðsins Nottingham Forest en hann tekur 30 þúsund áhorfendur.
Liðin mætast laugardaginn 7. mars og hefst leikurinn 12:30 að íslenskum tíma.
Um er að ræða heimavöll enska úrvalsdeildarliðsins Nottingham Forest en hann tekur 30 þúsund áhorfendur.
Liðin mætast laugardaginn 7. mars og hefst leikurinn 12:30 að íslenskum tíma.
Um er að ræða annan leik liðanna í undankeppni HM 2027, en Ísland mætir Spáni í fyrsta leik sínum í keppninni 3. mars. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína en efsta lið riðilsins fær HM sæti en liðin í öðru og þriðja fara í umspil.
Almenn miðasala á leikinn á Englandi hefst í lok janúar og verður framkvæmd hennar fyrir íslenska stuðningsmenn tilkynnt síðar samkvæmt upplýsingum frá KSÍ.
Athugasemdir



