Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 14:30
Elvar Geir Magnússon
Með gullmedalíuna og handklæðið sem hann varði með kjafti og klóm
Yehvann Diouf með gullmedalíuna og handklæðið eftir leik.
Yehvann Diouf með gullmedalíuna og handklæðið eftir leik.
Mynd: Instagram
Úrslitaleikur Afríkukeppninnar var uppfullur af ýmsum uppákomum. Hlutverk varamarkvarðar Senegals, Yehvann Diouf, vakti mikla athygli en hann átti fullt í fangi með að verja handklæði liðsfélaga síns.

Það rigndi hressilega á leiknum og Edouard Mendy aðalmarkvörður notaði handklæðið til að þurrkna hanskana sína reglulega.

Leikurinn var gegn gestgjöfunum í Marokkó og reyndu boltasækjarar og aðrir starfsmenn leiksins að taka handklæðið. Eitthvað sem hafði líka verið gert gegn Nígeríu í undanúrslitum.

Diouf átti fullt í fangi með að verja handklæðið frá boltastrákunum og var baráttan um handklæðið ansi hörð um tíma.

Diouf varði handklæðið í 120 mínútur og birti svo mynd af sér úr klefanum, með gullmedalíuna og handklæðið fræga.

Senegal vann þennan viðurðaríka úrslitaleik 1-0 en eina markið kom í framlengingu. Eins og fjallað hefur verið um var gríðarleg dramatík í þessum úrslitaleik.


Athugasemdir