Úrslitaleikur Afríkukeppninnar var uppfullur af ýmsum uppákomum. Hlutverk varamarkvarðar Senegals, Yehvann Diouf, vakti mikla athygli en hann átti fullt í fangi með að verja handklæði liðsfélaga síns.
Það rigndi hressilega á leiknum og Edouard Mendy aðalmarkvörður notaði handklæðið til að þurrkna hanskana sína reglulega.
Leikurinn var gegn gestgjöfunum í Marokkó og reyndu boltasækjarar og aðrir starfsmenn leiksins að taka handklæðið. Eitthvað sem hafði líka verið gert gegn Nígeríu í undanúrslitum.
Það rigndi hressilega á leiknum og Edouard Mendy aðalmarkvörður notaði handklæðið til að þurrkna hanskana sína reglulega.
Leikurinn var gegn gestgjöfunum í Marokkó og reyndu boltasækjarar og aðrir starfsmenn leiksins að taka handklæðið. Eitthvað sem hafði líka verið gert gegn Nígeríu í undanúrslitum.
Diouf átti fullt í fangi með að verja handklæðið frá boltastrákunum og var baráttan um handklæðið ansi hörð um tíma.
Diouf varði handklæðið í 120 mínútur og birti svo mynd af sér úr klefanum, með gullmedalíuna og handklæðið fræga.
Senegal vann þennan viðurðaríka úrslitaleik 1-0 en eina markið kom í framlengingu. Eins og fjallað hefur verið um var gríðarleg dramatík í þessum úrslitaleik.
Morocco assaulted Senegal player, Yehvann Diouf, over a towel in the AFCON Final! ???????? pic.twitter.com/QqDNLqkQWV
— Krrish (@KrrishFT) January 19, 2026
Athugasemdir

