Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 15:46
Elvar Geir Magnússon
Salah í hópnum sem fer til Marseille en ekki Konate
Salah spilaði síðast fyrir Liverpool í 2-0 sigrinum gegn Brighton þann 13. desember.
Salah spilaði síðast fyrir Liverpool í 2-0 sigrinum gegn Brighton þann 13. desember.
Mynd: EPA
Mohamed Salah er í leikmannahópi Liverpool sem ferðast til Frakklands og mætir Marseille í Meistaradeildinni á morgun.

Salah er mættur aftur eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppninni þar sem Egyptar féllu út í undanúrslitum. Egyptar töpuðu svo fyrir Nígeríu í leiknum um þriðja sætið.

Salah spilaði síðast fyrir Liverpool í 2-0 sigrinum gegn Brighton þann 13. desember.

Það var mikið fjaðrafok í kringum Salah áður en hann fór í Afríkukeppnina og miklar vangaveltur um framtíð hans hjá Englandsmeisturunum.

Salah lét óánægju sína í ljós, talaði um það í viðtali eftir jafntefli gegn Leeds að honum hefði verið fleygt undir rútuna og að samband sitt við Slot væri ekki gott. Salah átti svo fund með Slot og var mættur aftur í leikmannahóp Liverpool áður en hann flaug út í Afríkukeppnina.

Varnarmaðurinn Ibrahima Konate æfði ekki með Liverpool í dag en hann er í Frakklandi af fjölskylduástæðum. Hann verður ekki með í leiknum gegn Marseille.

Liverpool er í níunda sæti í Meistaradeildinni.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner