lau 20. febrúar 2021 07:30
Victor Pálsson
Arteta: Mætum besta liði Evrópu
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að Manchester City sé besta lið Evrópu um þessar mundir en þessi lið mætast á sunnudag.

Arteta er fyrrum aðstoðarþjálfari Man City en hann starfaði þar með Pep Guardiola sem er enn við stjórnvölin.

Man City er með tíu stiga forskot á toppnum og hefur unnið síðustu 17 leiki sína í röð sem er magnaður árangur.

„Það sem þeir hafa gert er að bregðast rétt við á erfiðum tímum," sagði Arteta við blaðamenn.

„Stórlið verða að gera það þegar allir eru að efast um þeirra hæfileika í titilbaráttunni og að sýna sínar réttu hliðar."

„Að mínu mati þá eru þeir besta lið Evrópu þessa stundina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner