Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. febrúar 2021 12:27
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha: Mér var kennt að vera stoltur af því að vera svartur
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, svartur framherji Crystal Palace, ætlar ekki að krjúpa á hné fyrir næstu leiki liðsins.

Leikmenn hafa verið að krjúpa fyrir úrvalsdeildarleiki til að sýna baráttunni gegn kynþáttafordómum stuðning. Zaha og fleiri leikmenn eru byrjaðir að spyrja sig hvort það sé einhver tilgangur með því að krjúpa en þeir eru búnir að gera það í næstum því heilt ár.

„Þetta er bara eitthvað sem við gerum, það er engin merking bakvið þetta lengur. Það hjálpar engum þegar við krjúpum, fólk er búið að gleyma hvað þetta snýst um," sagði Zaha.

„Af hverju þarf ég að klæðast treyju sem er merkt Black Lives Matter? Þarf ég að gera það til að sýna heiminum að við skiptum máli? Þetta er mjög niðrandi að mínu mati. Þegar ég ólst upp var mér kennt að vera stoltur af því að vera svartur."
Athugasemdir
banner
banner
banner