Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 20. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte lítur á Bayern sem draumafélagið
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Antonio Conte er sagður spenntur fyrir þeirri hugmynd að gerast næsti stjóri þýska stórveldisins Bayern München.

Það er krísuástand hjá Bayern þessa dagana eftir þriðja tap liðsins í röð. á sunnudag tapaði liðið gegn Bochum í þýsku úrvalsdeildinni, 3-2. Þýskalandsmeistararnir eru núna átta stigum eftir toppliði Bayer Leverkusen sem virðist vera óstöðvandi.

Það er óhætt að segja að Thomas Tuchel sé valtur í sessi en starf hans hangir á bláþræði.

Samkvæmt þýska fjölmiðlinum Bild, þá er Conte mjög áhugasamur um Bayern og lítur á það sem draumfélag sitt á þessum tímapunkti. Hann er búinn að vinna Englandsmeistaratitil með Chelsea, Ítalíumeistaratitil með Juventus og lítur á það sem spennandi tilhugsun að vinna Þýskalandsmeistaratitil með Bayern.

Conte hefur verið atvinnulaus í tæpt ár núna, frá því hann yfirgaf Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner