Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. mars 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Charlie Austin hundveikur: Ekki vanmeta þessa veiru
Mynd: Getty Images
Charlie Austin hefur bæst í hóp þeirra knattspyrnumanna sem eru sýktir af COVID-19 veirunni. Hann hvetur fólk til að vanmeta ekki veiruna og segist vera hundveikur.

Mikel Arteta og Callum Hudson-Odoi hafa verið greindir með veiruna. Austin, sem leikur fyrir West Brom í toppbaráttu Championship deildarinnar, varaði almenning við veirunni í viðtali við Telegraph.

„Mér leið eins og einhver hafði hellt vatnsfötu yfir mig, ég var rennandi blautur af svita. Áður en ég byrjaði að finna fyrir einkennunum sagði ég í símtali við tengdamóður mína að ef einhver í fjölskyldunni ætti að fá veiruna, þá yrði það vonandi ég. Skömmu síðar byrjaði ég að finna fyrir einkennum," sagði Austin.

„Ég er ungur og hraustur og hélt ég gæti höndlað svona veiru vel. Viku eftir símtalið er ég með þessi skilaboð til ungs fólks, á tvítugs- og þrítugsaldri: Ekki vanmeta þessa veiru, hún er alvarleg.

„Ég skil að fólk sem er ekki sýkt sé enn að lifa sínu lífi. Ég var þannig þar til í síðustu viku. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki tekið veirunni alvarlega, en þetta er ákaflega alvarlegt og við ættum að taka því þannig."

Athugasemdir
banner
banner