Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   lau 20. apríl 2024 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd verður án Amrabat, Kambwala og Mount á morgun - Casemiro í miðverði?
Willy Kambwala er meiddur
Willy Kambwala er meiddur
Mynd: EPA
Manchester United verður án þeirra Sofyan Amrabat, Willy Kambwala og Mason Mount í undanúrslitum enska bikarsins gegn Coventry á morgun.

Allir leikmennirnir eru frá vegna meiðsla og ferðuðust því ekki með liðinu til Lundúna.

Erik ten Hag, stjóri United, er því aðeins með einn hreinræktaðan miðvörð sem er hluti af aðalliðinu en það er Harry Maguire.

Hinn 18 ára gamli Louis Jackson ferðaðist með liðinu og gæti spilað sinn fyrsta leik en Ten Hag er einnig að íhuga það að spila Casemiro við hlið Maguire.

Lisandro Martínez, Jonny Evans, Victor Lindelöf og Raphael Varane eru einnig á meiðslalistanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner