Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 20. apríl 2025 19:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Skoraði dramatískt sigurmark gegn Inter
Mynd: EPA
Bologna 1 - 0 Inter
1-0 Riccardo Orsolini ('90 )

Bologna stökk upp í 4. sæti ítölsku deildarinnar eftir dramatískan sigur gegn toppliði Inter í kvöld.

Inter byrjaði leikinn vel en Nicola Ravaglia, markvörður Bologna, varði vel í horn frá Lautaro Martinez. Upp úr horninu átti Carlos Augusto skalla framhjá markinu.

Það var hasar á hliðarlínunni en Vincenzo Italiano, stjóri Bologna og Massimiliano Farris, aðstoðarmaður Simone Inzaghi, fengu rautt spjald.

Stuttu síðar fékk Alessandro Bastoni gult spjald og verður í banni gegn Roma í næsta deildarleik.

Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna þegar hann klippti boltann í netið.

Inter er áfram á toppnum með jafn mörg stig og Napoli sem lagði Monza í gær. Bologna fór upp fyrir Juventus í 4. sætið en Juventus á leik til góða gegn Parma á morgun.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner