Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Baulað á Mbappe í dramatískum sigri Real Madrid
Mynd: EPA
Real Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku deildinni eftir nauman sigur á Athletic Bilbao í kvöld.

Liðið var með öll völd á vellinum og það var algjör einstefna, sérstaklega í seinni hálfleik. Jude Bellingham var nálægt því að koma Real yfir eftir klukkutíma leik en hann skallaði yfir markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Vinicius Junior.

Kylian Mbappe var í banni í kvöld þar sem hann fékk rautt spjald gegn sigri gegn Alaves í síðustu umferð. Þegar myndavélin fór á hann upp í stúku heyrðist mikið baul úr stúkunni.

Vinicius skoraði laglegt mark þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en markið var dæmt af þar sem Endrick var rangstæður en táin á honum var fyrir innan.

Þegar rétt rúmar tvær mínútur voru liðnar af uppbótatímanum skoraði Federico Valverde stórkostlegt mark og tryggði Real sigurinn. Hann var með boltann hægra megin í teignum og tók frábært skot á lofti og negldi boltanum í fjærhornið.

Real er í 2. sæti með 69 stig en Bilbao er í 4. sæti með 57 stig. Sevilla og Alaves gerðu jafntefli í botnbaráttuslag. Sevilla er með 37 stig í 15. sæti. Alaves er í 18. sæti með 31 stig, stigi frá öruggu sæti.

Real Madrid 1 - 0 Athletic
1-0 Federico Valverde ('90 )

Sevilla 1 - 1 Alaves
1-0 Peque ('12 )
1-1 Kike Garcia ('45 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 32 23 4 5 88 32 +56 73
2 Real Madrid 32 21 6 5 65 31 +34 69
3 Atletico Madrid 32 18 9 5 53 27 +26 63
4 Athletic 32 15 12 5 49 26 +23 57
5 Villarreal 31 14 10 7 55 42 +13 52
6 Betis 31 13 9 9 42 39 +3 48
7 Mallorca 32 12 8 12 31 37 -6 44
8 Celta 32 12 7 13 47 49 -2 43
9 Real Sociedad 32 12 6 14 32 36 -4 42
10 Osasuna 32 9 14 9 39 46 -7 41
11 Vallecano 32 10 11 11 35 39 -4 41
12 Getafe 32 10 9 13 31 29 +2 39
13 Valencia 32 9 11 12 36 48 -12 38
14 Espanyol 31 10 8 13 34 40 -6 38
15 Sevilla 32 9 10 13 35 43 -8 37
16 Girona 31 9 7 15 38 48 -10 34
17 Las Palmas 32 8 8 16 38 52 -14 32
18 Alaves 32 7 10 15 34 46 -12 31
19 Leganes 32 6 11 15 29 48 -19 29
20 Valladolid 32 4 4 24 23 76 -53 16
Athugasemdir
banner
banner