Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 20. maí 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dias valinn bestur af blaðamönnum
Í dag var niðurstaða kosningar um besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar birt.

Kjósendur voru tæplega 700 blaðamenn í 'Football Writers' samtökunum. Ruben Dias, leikmaður Manchester City, var efstur í atvkæðagreiðslunni.

Dias var vel fyrir ofan Harry Kane sem var í öðru sæti og Kevin De Bruyne sem var í þriðja.

Alls níu leikmenn City fengu atkvæði í kjörinu og fengu leikmenn City yfir helming allra atvkæða.

Dias er miðvörður sem keyptur var frá Sporting í Portúgal síðasta haust. Hann hefur smollið inn í City liðið í vetur sem náði Englandsmeistaratitlinum til baka frá Liverpool.

Athugasemdir
banner