Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mán 20. maí 2024 14:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mögnuð innkoma hjá Sævari Atla - Lyngby upp úr fallsæti
Mynd: Getty Images

Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður og hóf magnaða endurkomu liðsins í sigri á Viborg í dönsku deildinni í dag.


Viborg var 1-0 yfir í hálfleik en Sævar Atli kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hann jafnaði metin á 82. mínútu og kom liðinu yfir þremur mínútum síðar.

Andri Lucas Guðjohnsen lagði síðan upp þriðja markið undir lok venjulegs leiktíma og þar við sat.

Andri og Kolbeinn Finnsson léku allan leikinn.

Lyngby fór upp úr fallsæti með þessum sigri en liðið heimsækir botnlið Hvidovre í lokaumferðinni á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner