Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 20. júní 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jason að koma til - Sendir hlýja strauma á Kópavogsvöll
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðablik, var fluttur með sjúkrabíl af Kópavogsvelli undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn FH í Pepsi Max-deildinni.

Jason skoraði annað mark Blika í leiknum en eftir um hálftíma leik virtist hann grípa um brjóstkassa sinn og lagðist hann svo niður í jörðina.

Jason var færður í hliðarlegu og svo var kallað eftir lækni úr stúkunni í gegnum hátalarakerfið.

Jason virtist ekki missa meðvitund en hann var svo að lokum borinn af velli. Það var hringt á sjúkrabíl fyrir þennan gríðarlega efnilega leikmann og var hann fluttur af Kópavogsvelli.

Það er ekki enn vitað hvað nákvæmlega kom fyrir en vallarþulurinn á Kópavogsvelli var að flytja þau frábæru tíðindi að Jason væri allur að koma til.

„Það voru að berast skilaboð í stúkuna. Jason er allur að koma til og sendir góða strauma til liðsfélaga sinna og stuðningsmanna," sagði Arnar Laufdal Arnarsson í beinni textalýsingu sem má nálgast hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner