Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fim 20. júní 2024 14:57
Elvar Geir Magnússon
EM: Flautumark Serba rýtingur fyrir Slóvena
Zan Karnicnik fagnar marki sínu.
Zan Karnicnik fagnar marki sínu.
Mynd: EPA
Slóvenía 1 - 1 Serbía
1-0 Zan Karnicnik ('69 )
1-1 Luka Jovic ('90+ )

Slóvenía og Serbía áttust við í C-riðli Evrópumótsins. Leikurinn var afskaplega bragðdaufur lengi vel en eftir hálftíma fór loksins eitthvað að gerast.

Á 37. mínútu átti Timi Max Elsnik skot í stöngina og Benjamin Sesko hirti frákastið en hitti ekki á rammann. Slóvenar nálægt því að taka forystuna en staðan markalaus í hálfleik.

Slóvenía komst svo yfir á 68. mínútu þegar Elsnik lagði boltann á silfurfati fyrir Zan Karnicnik sem skoraði.

Serbía komst nálægt því að jafna þegar Aleksandar Mitrovic átti sláarskot. Boltinn breytti aðeins um stefnu af Zan Karnicnik sem kom líklega í veg fyrir mark.

Allt stefndi í fyrsta sigur Slóvena á Evrópumóti en eftir fimm mínútur í uppbótartíma náði Serbía að jafna með flautumarki. Luka Jovic bjargaði stigi fyrir Serba þegar hann skoraði með skalla.

Slóvenía hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa en Serbía er með eitt stig. Danmörk og England mætast í riðlinum á eftir.


Athugasemdir
banner
banner